Fréttir

Kynning á kjarasamningi IÞÍ og SFV

22.6.2020

Kæru félagsmenn,
Á morgun þriðjudaginn 24 júní kl. 15:00 – 16:00 verður nýr kjarasamningur Iðjuþjálfafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) kynntur félagsmönnum á fundi í Borgartúni 6, 4. hæð, fundarsal Ás.
Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta verið í zoom.
Alls eru 44 félagsmenn á kjörskrá og ætti þeim að hafa borist tölvupóstur með nauðsynlegum upplýsingum.
Atkvæðagreiðsla er rafræn og fer fram á „mínar síður“ á vefsíðu BHM. Hún hefst á morgun og lýkur kl. 12 á hádegi á föstudaginn 26 júní.
Baráttukveðjur,Þóra Leósdóttir formaður IÞÍ