Fréttir

Laus staða - formaður iðjuþjálfafélagsins

11.12.2018

Kæru félagsmenn,

Staða formanns IÞÍ er laus og hefur stjórn félagsins tekið þá ákvörðun að staða formanns verði full staða í fyrsta skipti síðan félagið var stofnað árið 1976 (80-100% starf eftir samkomulagi). Mun formaður stjórnar jafnframt verða formaður kjaranefndar, en hingað til hafa tveir aðilar séð um sín hvora stöðuna. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að hafa samband við Margréti framkvæmdastjóra SIGL – netfang sigl@bhm.is

 Frambjóðendur fá tækifæri til að kynna sig fyrir félagsmönnum á tímabilinu 21 .janúar – 1.febrúar. Það mun að því loknu fara fram rafræn kosning fyrir alla félagsmenn dagana 4.- 8. febrúar, að því gefnu að það verði tveir eða fleiri sem bjóða sig fram.  Allir félagsmenn með kosningarétt fá þá sendan póst með frekari upplýsingum þegar nær dregur. 8. mars 2019 verður svo haldinn aðalfundur IÞÍ og þá mun nýr formaður taka við en núverandi formaður mun vera nýjum formanni innan handar í 6 mánuði. 

Menntunar og hæfniskröfur

 Próf úr iðjuþjálfunarfræði frá viðurkenndum skóla (BSc eða sambærilegt próf í iðjuþjálfun) og starfsleyfi frá Landlækni

Reynsla og þekking á starfi iðjuþjálfa

Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi

Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

Reynsla og/eða þekking af stjórnun

Góðir skipulagshæfileikar

Enskukunnátta  mikilvæg í ræðu og riti

Norðurlandamáls kunnátta kostur

Reynsla af kjaramálum kostur   

 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

 Vera talsmaður iðjuþjálfa, svara fyrirspurnum og koma málum í farveg

Ber ábyrgð á innra starfi  og er tengiliður við allar nefndir félagsins

Ber ábyrgð á kjaramálum og tekur þátt í kjaraviðræðum ásamt kjaranefnd og stjórn félagsins

Ber ábyrgð á samskiptum við innlenda og erlenda hagsmunaaðila, sem dæmi BHM, Velferðarráðuneytið, Landlæknir, Háskólinn á Akureyri, Félög iðjuþjálfa á Norðurlöndum, Evrópusamtök iðjuþjálfa COTEC og alþjóðasamtök iðjuþjálfa WFOT

Reglulegir fundir eru með stjórn og kjaranefnd, einnig eru reglulegir fundir með SIGL og formannaráði BHM.  Erlendir fundir eru 2-3 x á ári.

Auk þess eru ýmsir viðburðir eins og aðalfundur, málþing, fyrirlestrar og fleiri viðburðir fyrir félagsmenn yfir árið.   

Síðasta tækifæri til að bjóða sig fram er 20.janúar 2019. 

Frekari upplýsingar um starfið gefur Ósk Sigurðardóttir formaður IÞÍ