Fréttir

Námskeið fyrir iðjuþjálfa 9-11 mars 2020

Nú er hægt að snemmskrá sig á námskeiðið öflug iðjuþjálfun: traust og gagnreynd þjónusta

12.12.2019

Námskeiðið Powerful Practice fer eins og eldur í sinu um Norðurlöndin þessi misserin og Ísland er þar engin undantekning! Námskeiðið er ætlað iðjuþjálfum og markmiðið er að efla og treysta iðjumiðaða sýn og hugmyndafræði í þjónustu við fólk. Kennari er Anne G. Fisher en hún er íslenskum iðjuþjálfum að góðu kunn frá fyrri námskeiðum um AMPS og ESI matstækin. Námskeiðið fer fram á ensku. Allar upplýsingar og skráning hér.