Fréttir

Niðurstaða atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings IÞÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga

15.5.2020

Iðjuþjálfar sem starfa hjá sveitarfélögum samþykktu kjarasamning Iðjuþjálfafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga sem var undirritaður 8 maí síðastliðinn.

Á kjörskrá voru þeir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum alls 87 iðjuþjálfar.

Fjöldi þeirra sem kusu var 51 (58,6%) og féllu atkvæði á þá leið að 38 sögðu já (76%) og 12 sögðu nei (24%). Eitt atkvæði var autt (1,96%).

Samningur þessi kemur í stað áður gildandi kjarasamnings og gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023 en hann fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar.