Fréttir

A-ONE fréttir 2012 /Japan

19.11.2012

 
Valerie og Guðrún undirbúa kennsluna ásamt Asako sem sér um að innihald fyrirlestra komist klakklaust yfir á Japönska tungu.


IMG_8613Mikið var haft við og sat t.d. blaðamaður hálft námskeiðið. Kennt var í sex daga samfleytt tíu tíma á dag. Athygli vakti hversu námsfúsir og stundvísir japönsku þátttakendurnir voru. Þrátt fyrir langan vinnudag voru allir mættir korteri fyrir fyrsta tímann á morgnana, enginn flýtti sér heim (sátu tvo tíma fram yfir auglýsta dagsskrá alla dagana) og varla var farið út úr stofunni fyrir mat og kaffihlé. Þátttakendur álitu hverja umfram mínútu í kennslu sinn gróða.

Guðrún kennir og Asako túlkar fyrir áhugasama iðjuþjálfa.

IMG_8628Tveir Japanskir iðjuþjálfar eru í þjálfun til að taka yfir A-ONE kennsluna í Japan, en þar eru í dag 60.000 iðjuþjálfar.  Annar kennaranna, Asako Matsubara heimsótti Ísland á síðasta ári til að undirbúa námskeiðið með Guðrúnu frá Grensásdeild LSH og Valerie frá Sjálfsbjargerheimilinu. Rannsóknavinna við Japanska útgáfu A-ONE er þegar hafin í nafni prófessora og meistaranema við Háskólana í Osaka og Hiroshima, með aðstoð þeirra klínísku iðjuþjálfa sem tóku þátt í námskeiðinu við nauðsynlega gagnasöfnun. 
Valerie leiðbeinir japönskum iðjuþjálfum.

IMG_8635A-ONE nefnd Japan hefur verið sett á laggirnar og sitja í henni prófessorar frá Osaka og Hiroshima, stjórnendur nokkurra stórra sjúkrastofnana auk rannsakenda og klínískra sérfræðinga í taugaiðjuþjálfun. Skipulagning næsta námskeiðs 2013 er hafin.

Fulltrúar A-ONE nefndar Japan.

IMG_8619
Kennarar og nemendur í kvöldverðarboði móðir Professors Hajime Shimizu sem hún eldaði sjálf. Móðirin er á tíræðisaldri og nýbyrðjuð að nema sjtörnufræði við háskólann í Osaka! Greinilega hollt fæði.

 

IMG_8598  IMG_8599

Allir nemendur höfðu orku í að slaka á saman yfir kvöldverði eftir langan dag. Farið var yfir "cultural differences" varðandi sum prófatriði á A-ONE í leiðinni. 
A-ONE leiðbeinandinn tilvonandi Koichi Nizikawa fylgist þó vel með tímanum því hann ætlar að reka nemendur heim nógu snemma til að þeir nái að klára heimavinnuna fyrir næsta morgun.
 
IMG_8633                                                                  IMG_8687

 Í kaffihléum mynduðust langar áritunar raðir fyrir bókina hjá Guðrúnu.           Gullna hofið í Kyoto, en       
                                                                                                                          "Gott námskeið er gulli betra".
Valerie Harris