Fréttir

Iðjuþjálfinn 2014

29.11.2013

Kæru iðjuþjálfar !

Við í ritnefnd Iðjuþjálfans hvetjum ykkur til að brýna pennana og skeiða fram ritvöllinn! Nú er lag fyrir iðjuþjálfa sem brenna af löngun til að skrifa greinar í næsta blað félagsins.

Áætlað er að Iðjuþjálfinn komi út ...í mars 2014.
Markmiðið er að fá sem fjölbreyttastar greinar í blaðið frá sem flestum sviðum iðjuþjálfunar. Greinar varðandi nýjungar og nýjan vettvang fagsins og/eða sjónarmið annarra fagaðila sem eru í samstarfi við iðjuþjálfa. Að auki leitum eftir frásögnum af áhugaverðum fagbókum eða greinum.

Við viljum minna á ljósmyndasamkeppnina, þar sem verðlaunamyndin mun prýða forsíðu næsta blaðs.

Lokaskilafrestur á greinum og ljósmyndum er 5. febrúar 2014

Handrit skal senda á tölvutæku formi (Word) til ritnefndar blaðsins á netfangið ritnefnd.ii@sigl.is.

Með kærri kveðju og von um góð viðbrögð

Ritnefndin