Fréttir

Aðalfundur 2015

22.3.2015

Föstudaginn 13. mars var aðalfundur Iðjuþjálfafélagsins haldinn og á undan fundinum var fræðandi málþing á vegum fræðslu- og kynningarnefndar félagsins. Mjög vel var mætt á báða viðburði og það er virkilega ánægjulegt hvað iðjuþjálfar landsins eru áhugasamir um félagið sitt og kunna að njóta og meta samveru með öðrum félagsmönnum. Á fundinum fóru meðal annars fram kosningar í stjórn og nefndir og má sjá þær breytingar sem orðið hafa hér inn á síðu félagsins.
Stjórn þakkar öllum fráfarandi nefndarmönnum góð störf og hlakkar til samstarfs og nýrra verkefna á komandi stjórnarári. Okkur bíða mörg spennandi verkefni s.s. framtíðarþing IÞÍ í haust og 40 ára afmæli IÞÍ 2016
Myndir frá aðalfundi má sjá á facebooksíðu félagsins