Fréttir

Verkfallsaðgerðir BHM

7.4.2015

76 iðjuþjálfar starfandi hjá ríkinu leggja niður störf 9. apríl frá kl.12.00-16.00 - hér má sjá yfirlit yfir aðgerðir BHM félaganna. Um mismunandi aðgerðir félaganna er að ræða, allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll. Alls taka rúmlega 3000 manns þátt í aðgerðunum.

Boðað verður til samstöðufundar þann 9. apríl kl.13.00 sem verður nánar auglýstur síðar.

Iðjuþjálfafélagið hvetur félagsmenn sína til að sýna stuðning sinn í verki á meðan verkfallsaðgerðum stendur.
Á facebook síðu Bandalags háskólamanna (BHM) eru reglulega settar inn uppplýsingar af stöðu mála og þar geta félagsmenn fylgst með aðgerðum. Við munum eftir fremsta megni deila fréttum af gangi mála á facebook síðu IÞÍ.

Við sendum baráttukveðjur til félagsmanna okkar sem starfa hjá ríkinu og segjum: Menntun er máttur #aframBHM