Fréttir

Fjölskyldudagur IÞÍ

7.6.2016

Kæru iðjuþjálfar.

Næstkomandi sunnudag, 12.júní ætlum við að gera okkur glaðan dag og halda fjölskyldudag í Gufunesbæ í Grafarvogi frá 11.30-13.30, þar verður hægt að klifra, prófa folf (frisbí golf), fara í blak og fleira skemmtilegt. Við ætlum svo að skella pylsum á grillið og vonum að sólin heiðri okkur með nærveru sinni, ef ekki verður amk sól í hjarta.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest :)

Hér er skráningarhlekkur.