Fréttir

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar

27.október 2016

13.10.2016

Þann 27.október næstkomandi er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar.

Við í stjórninni hvetjum ykkur til þess að kynna fagið okkar, á ykkar vinnustað, fyrir vinum og vandamönnum og á Facebook og skrifa greinar í blöðin. Endilega deilið líka myndum frá deginum og segið frá því sem þið gerðuð og þá væri gott ef þið notuðuð þessar merkingar fyrir FB og Instagram ‪#‎iþí271016 ‪#‎worldotday

Á þessarri síðu WFOT (http://www.wfot.org/ResourceCentre.aspx) er svo hægt að hlaða niður ýmsum gögnum í tilefni dagsins, ma. mynd til að setja á Facebook.

Í ár vinnur WFOT með OT4OT og bjóða félögin upp á 24 klst online ráðstefnu með fullt af spennandi efni sem þið getið kynnt ykkur hér:

This year's OT24Vx is starting on 27th October (Noon EDT, 16.00 UTC) with the theme: Making It Together.
http://ot4ot.com/ot24vx.html

Til að fá hugmyndir fyrir daginn getið þið ma. skoðað hvað önnur lönd gerðu árið 2015 til að kynna sig og sitt fag: http://www.wfot.org/Portals/0/PDF/2015/World%20Occupational%20Therapy%20Day%202015%20Celebrations%20update.pdf

Við munum að sjálfsögðu halda daginn hátíðlegan, en daginn eftir föstudaginn 28.október býður Iðjuþjálfafélagið svo félagsmönnum upp á fyrirlestur frá Simon Elvnas iðjuþjálfa og doktorsnema sem þið megið ekki missa af. Við munum streyma fyrirlestrinum svo allir geti fylgst með sama hvar á landinu þið eruð.