Fréttir

Iðjuþjálfi sæmdur riddarakrossi

4.1.2017

Iðjuþjálfafélag Íslands óskar Peggy Oli­ver Helga­son iðjuþjálfa hjartanlega til hamingju með ridd­ara­krossinn fyr­ir störf að mál­efn­um veikra barna á Íslandi. 

Peggy hefur verið á Barnaspítala Hringsins og áður á barnadeild Borgarspítala í áratugi sem trúðurinn Oliver og stytt veikum börnum stundirnar. Peggy stofnaði einnig Vildarbörn sem hafa aðstoðað fjölda barna til að fara í draumaferðina sína með fjölskyldunni.