Fréttir

Ný bók um handleiðslu

5.11.2020

Út er komin hjá Háskólaútgáfunni bókin „Handleiðsla til eflingar í starfi“ - ritstjóri er Sigrún Júlíusdóttir. Í bókinni er að finna kafla eftir Annettu A. Ingimundardóttur iðjuþjálfa. Við vekjum athygli á þessu hagnýta riti. 

Bókinni er ætlað að mæta brýnni þörf fyrir kennsluefni um handleiðslufræði handa fagfólki og háskólanemendum á sviði uppeldisstarfa, félags-, heilbrigðis- og menntavísinda. Jafnframt getur sú þekking um faghandleiðslu sem hér er að finna gagnast yfirmönnum og stjórnendum á sviði velferðarþjónustu og í stofnunum atvinnulífs, stjórnunar, þróunar og þjónustu

Háskólaútgáfan