Fréttir

Orðsending til iðjuþjálfa

28.5.2019

Við hjá Iðjuþjálfafélagi Íslands leitumst ávallt við að koma upplýsingum til félagsmanna fljótt og vel. Til þess þurfum við að hafa rétt félagatal.

Félagatalið er á innra neti heimasíðunnar www.ii.is.

Vinsamlegast farið yfir þær upplýsingar sem ykkur varða (símanúmer, netfang, vinnustað) og látið vita um breytingar með því að senda tölvupóst á sigl@bhm.is

Við minnum einnig á að til þess að breyta aðild að IÞÍ þarf að fylla út viðeigandi eyðublöð og senda á SIGL.

Með góðri kveðju, 
Þóra Leósdóttir, formaður IÞÍ