Fréttir

PEERS námskeið í félagsfærni

31.5.2019

Vakin er athygli á þessu námskeiði sem Endurmenntun HÍ býður upp á. Það hentar iðjuþjálfum og fleiri fagstéttum sem starfa innan grunn- og framhaldsskóla eða við skóla- og félagsþjónustu. PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn og ungmenni með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika. Námskeiðið telst vera gagnreynt fyrir ungmenni á einhverfurófi. PEERS er skammstöfun fyrir „Program for the Education and Enrichment of Relational Skills.“

Þetta námskeið er sérstaklega ætlað fyrir þá sem vilja vera með félagsfærninámskeið í skólum og er sniðið að þeim aðstæðum.

SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 23. ÁGÚST! Allar upplýsingar á meðfylgjandi hlekk.

Auglýsing frá Endurmenntun HÍ