Fréttir

Ráðleggingarnar Almannavarna vegna mannamóta

Skráð 12.03.2020

12.3.2020

Fyr­ir skipu­leggj­end­ur:

  • Meðan ekk­ert sam­komu­bann er í gildi er mik­il­vægt fyr­ir skipu­leggj­end­ur að gæta vel að smit­vörn­um á viðburðum. Nauðsyn­legt er að gest­ir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu, hand­spritti og einnota þurrk­um.
  • Einnig er brýnt að skipu­leggj­end­ur taki mið af þeim hópi sem mun sækja viðburðinn. Vitað er að eldri borg­ar­ar og þeir sem glíma við und­ir­liggj­andi sjúk­dóma (t.d. syk­ur­sýki, hjarta- og æðasjúk­dóma, lang­vinna lungna­teppu, lang­vinna nýrna­bil­un og krabba­mein) eru í mestri hættu með að fá al­var­leg ein­kenni COVID-19.
  • Skipu­leggj­end­ur verða jafn­framt að brýna fyr­ir þátt­tak­end­um að þeir sem eiga að vera í sótt­kví eft­ir að hafa orðið út­sett­ir fyr­ir smit eiga ekki að mæta á viðburðinn.
  • Þar sem ekki hef­ur verið sett á sam­komu­bann er það á ábyrgð skipu­leggj­enda viðburða að taka upp­lýsta ákvörðun um fram­haldið. Ef grun­ur leik­ur á að ekki verði hægt að tryggja ör­yggi ein­stak­linga sem eru í áhættu­hópi eða að erfitt verði að tryggja gott aðgengi að hrein­lætisaðstöðu, hand­spritti o.þ.h. er ráðlagt að taka til skoðunar hvort halda skuli viðburðinn.

Fyr­ir þátt­tak­end­ur:

  • Áður en ákveðið er að halda viðburð þarf hver og einn að meta stöðu sína vel. Al­mennt eig­um við ekki að vera í mik­illi ná­lægð við aðra þegar við finn­um fyr­ir flensu­lík­um ein­kenn­um. Sér­stak­lega er þetta mik­il­vægt fyr­ir þá sem annaðhvort hafa verið á skil­greind­um hættu­svæðum eða verið í tengsl­um við ein­stak­linga með staðfest eða grunað smit. Þess­ir aðilar ættu að forðast sam­neyti við aðra ein­stak­linga og vera í sótt­kví.
  • Á fjöl­menn­um viðburði er einkar mik­il­vægt að huga vel að per­sónu­legu hrein­læti; þvo hend­ur reglu­lega, nota hand­spritt þegar þörf kref­ur og hnerra eða hósta í einnota þurrku eða í oln­boga­bót­ina.