Fréttir

Ráðstefna: Meira vinnur vit en strit

8.10.2020

Þann 19. nóvember næst komandi mun Vinnueftirlitið standa fyrir vefráðstefnunni: „Meira vinnur vit en strit“ Vinnuvernd er allra hagur – hæfilegt álag - heilbrigt stoðkerfi,

Fræðsluátaki um góða vinnuaðstöðu og líkamsbeitingu við skrifstofuvinnu var hleypt af stokkunum á facebook-síðu Vinnueftirlitsins nýlega. Er það upptaktur að vefráðstefnunni. 

Ráðstefnan er liður í tveggja ára samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðuneytisins, samtaka aðila vinnumarkaðarins og VIRK sem ber yfirskriftina „Vinnuvernd er allra hagur – hæfilegt álag – heilbrigt stoðkerfi 2020-2022." Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á þann víðtæka stoðkerfisvanda sem vinnandi fólk um heim allan glímir við þrátt fyrir hversu mikið er vitað um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar og áhrif stoðkerfisvanda á heilbrigðiskerfið. Markmiðið er sömuleiðis að benda á lausnir.

Úr frétt af vefsíðu Vinnueftirlitsins, nánari upplýsingar  hér