Fréttir

Samið við sveitarfélögin

11.5.2020

Þann 8. maí síðastliðinn undirrituðu sex aðildarfélög BHM nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða Dýralæknafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Jóhanna Ósk Snædal varaformaður kjaranefndar var fulltrúi IÞÍ við undirritun í húsnæði ríkissáttasemjara. Vert er að nefna að kjaraviðræður fóru að öllu leyti fram á fjarfundum. Gildistími nýju samninganna er frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Á næstunni mun efni samninganna verða kynnt félagsmönnum þessara sex félaga og í kjölfarið verða greidd atkvæði um þá. Rafræn atkvæðagreiðsla um samningana fer fram dagana 12.–15. maí. 

Á kjörskrá eru 85 félagsmenn. Brýnt er að netföng allra séu í lagi og virk þannig að við biðjum ykkur sem við á um að tilkynna Fjólu á sigl@bhm.is um breytingar.

unnið úr frétt af vefsíðu Bandalags háskólamanna www.bhm.is