Fréttir
  • Simenntun-small

SÍMENNTUN HA BÝÐUR UPP Á NÁMSKEIÐ FYRIR STARFANDI IÐJUÞJÁLFA

NÁMSKEIÐ: VELFERÐ, VIÐHORF OG UMHVERFI - ÆTLAÐ IÐJUÞJÁLFUM OG ÖÐRUM FAGSTÉTTUM Á HEILBRIGÐISSVIÐI

29.10.2019

Við viljum vekja athygli ykkar á þessu námskeiði hjá Símenntun Háskólans á Akureyri.
Námskeiðið er kennt í samvinnu við iðjuþjálfunarfræðideild og er um að ræða nýtt námskeið í nýrri námskrá. Fjallað er um samspil velferðar og umhverfis í víðum skilningi þar sem áhersla er lögð á mannréttindi, margbreytileika og ólík viðhörf. Kennari er Linda Björk Ólafsdóttir, aðjúnkt við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og doktorsnemi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Um er að ræða frábært tækifæri til sí- og endurmenntunar fyrir starfandi iðjuþjálfa. Bent er á sjóði BHM sem veita styrki til námskeiða af þessu tagi. 

Allar nánari upplýsingar og skráning á meðfylgjandi hlekk: Velferð, viðhorf og umhverfi