Fréttir

Fyrirlestur 20 apríl: Starfsstöðin heima

fyrirlestur í streymi BHM 20 apríl: Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi

17.4.2020

Hvernig er vinnuaðstaðan og líkamsbeitingin þegar vinna margra hefur færst í heimahús? Hvaða möguleikar eru heima fyrir til að koma í veg fyrir álagseinkenni út frá stoðkerfi? 

Mánudaginn 20. apríl verður Gunnhildur Gísladóttir með fyrirlestur í streymi á streymisveitu Bandalags háskólamanna. Gunnhildur er iðjuþjálfi og sérfræðingur á Heilsu-og umhverfissviði hjá Vinnueftirliti ríkisins.

Streymið hefst kl. 12:00 en fyrirlesturinn verður aðgengilegur á streymisveitu BHM til miðnættis 24. apríl.