Fréttir

Starfsþróunardagur IÞÍ og HA

8.11.2019

Samstarf IÞÍ og námsbrautar Háskólans á Akureyri í iðjuþjálfunarfræði skiptir miklu fyrir þróun fags og fræða hér á landi. Laugardaginn 2 nóvember hittust nokkir galvaskir iðjuþjálfar og héldu starfsþróunardag. Þetta voru alls 17 manns, kennarar frá HA og fulltrúar úr stjórn og nokkrum nefndum IÞÍ.

Dagurinn var kröftugur og gefandi þar sem ótal hugmyndir voru settar á margs konar miða. Rætt var meðal annars um sýnileika iðjuþjálfunar, þróun menntunar, rannsóknir og aðgengi fólks að þjónustu iðjuþjálfa. Við þökkum þeim sem tóku þátt í starfsþróunardeginum og hlökkum til að berja formlega samstarfsáætlun IÞÍ og HA augum á komandi vetri.