Fréttir

ÞJÓÐARSPEGILLINN 2019

margir iðjuþjálfar halda erindi í ár

29.10.2019

Í rúma tvo áratugi hefur Þjóðarspegillinn verið vettvangur fyrir fræðilega umræðu og gefur innsýn í það sem er efst á baugi innan félagsvísinda og skyldra fræðigreina. Sérstök athygli er vakin á málstofum þar sem iðjuþjálfar stíga á stokk og miðla rannsóknum sínum. 

- Málstofa um Lífsgæði og þátttöku fatlaðra barna og unglinga: LIFE-DCY, fer fram á Háskólatorgi í stofu 105 og er frá 09:00-10:45. 
- Málstofa um Áhrif þjónustu og þátttöku á líf fatlaðs fólks, verður á Háskólatorgi í stofu 103 og er frá 11:00-12:45
- Málstofa um Eldra fólk: Heilsulæsi, sambúðarréttur og sjálfræði er haldin í aðalbyggingu stofu 222 og er frá 11:00-12:45

Ótal fleiri málstofur eru í boði og allar upplýsingar um dagskrá og ágrip má finna á meðfylgjandi hlekk: http://thjodarspegillinn.hi.is/