Fréttir

Vegna kosninga formanns

1.2.2019

Kæru iðjuþjálfar,   

 Kynningum frambjóðendanna, Sigurbjargar Hannesdóttur og Þóru Leósdóttur lýkur með deginum í dag. Þær hafa haft nokkra daga til að kynna sig og mun kynningarefnið enn vera aðgengilegt á heimasíðu IÞÍ og Facebókarsíðu félagsins og á þeirra eigin síðum.  

Við fögnum því að í fyrsta skipti eru nú tveir frambjóðendur sem bjóða sig fram í fullt starf fyrir félagið sem líka er í fyrsta skipti frá stofnun þess.   

 Kosningar hefjast á mánudag með því að ykkur verður sendur tölvupóstur frá fyrirtækinu Outcome, þær standa frá mánudeginum 4. febrúar til 16.00 þann 8. febrúar. Við hvetjum alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn.  Úrslit kosninga verða svo tilkynnt á aðalfundinum föstudaginn 8. mars n.k.  

 Formlegt fundarboð aðalfundar verður sent út í næstu viku.