Fréttir

Vísindaferð iðjuþjálfafélagsins

24.8.2017

Þá er komið að annarri vísindaferð Iðjuþjálfafélagsins. Hún verður haldin 8.september næstkomandi. 
Við ætlum að fara á tvo staði að þessu sinni. Hittumst í Hlutverkasetri (Borgartúni 1) klukkan 17 þar sem Ebba ætlar að kynna starfsemi þess fyrir okkur. Svo löbbum svo yfir á Skúlagötu 19 og fáum kynningu á Janus endurhæfingu.
Þeir sem hafa áhuga á að halda áfram gleðinni geta svo rölt saman á KEX hostel. 
Við biðjum þá sem ætla að mæta að skrá sig á viðburðinn á facebook svo við getum áætlað fjölda.