Fréttir

Vorráðstefna 2020

4.2.2020

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin dagana 7 og 8 maí. Yfirskriftin í ár er: „Mennt er máttur - Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum.“

Á öllum skólastigum er margbreytilegur hópur nemenda sem þarf mismunandi kennslu í hinu daglega starfi. Mikilvægi endurtekninga og æfinga er lykilatriði hjá börnum og ungmennum með röskun í taugaþroska og með markvissum vinnubrögðum má hafa jákvæð áhrif á þroska og færni. Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur ætíð lagt áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun og á öllum skólastigum eru einstaklingsmiðaðar áætlanir. Fjarkennsla, upplýsingatækni, innleiðing geðræktarstarfs, farteymi, þjónustuúrræði sveitarfélaga, skólaforðun, rafíþróttir og hefðbundnara íþrótta- og tómstundastarf eru meðal efnis sem fjallað verður um á vorráðstefnunni í ár og eins og vanalega munu raddir barna og foreldra heyrast.

Allar nánari upplýsingar og skráningu má finna hér