Aðild

Allir iðjuþjálfar með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu (en áður var sótt um til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis) geta orðið félagar í Iðjuþjálfafélagi Íslands (IÞÍ). Þetta gildir um iðjuþjálfa sem starfa bæði hjá opinberum stofnunum og sjálfseignarstofnunum.

Hjá opinberum stofnunum gerist það sjálfkrafa að við ráðningu miðast kaup og kjör við samning IÞÍ þar sem félagið fer með samningsumboð við ríkissjóð. 

Sérstaklega þarf að sækja um aðild að Iðjuþjálfafélagi Íslands - aðild verður aldrei sjálfkrafa - ekki heldur sem framhald af nemendaaðild.

Aðild að IÞÍ er þrenns konar: 

  • Full aðild: Felur í sér öll réttindi sem fagstéttarfélagið hefur upp á að bjóða samkvæmt lögum þess, þ.e. kjörgengi í stjórn og nefndir, kosninga- og atkvæðisrétt og þátttöku í félags- og fræðslustarfsemi.
  • Fagaðild: Felur sömu réttindi og full aðild að undanskildum þeim er varða kjaramál og gildir um þá félagsmenn sem ekki starfa eftir kjarasamningum IÞÍ.
  • Nemendaaðild: Felur í sér málfrelsi og tillögurétt á félags- og fræðslufundum 

Sækja um aðild

Til að sækja um aðild að Iðjuþjálfafélagi Íslands þarf að senda umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan útfyllt og undirritað ásamt afriti af starfsleyfi frá Landlækni til skrifstofu félagsins að Borgartúni 6, Reykjavík.

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

Til baka Senda grein