Fréttir

Aðalfundur og formannskjör

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að tvö framboð hafa komið fram til formanns Iðjuþjálfafélagsins. Þetta eru þær Sigurbjörg Hannesdóttir og Þóra Leósdóttir.

22.1.2019

Sibbaogthora

Á tímabilinu 22 .janúar – 1.febrúar. munu frambjóðendur sjálfir sjá um að kynna sig betur fyrir félagsmönnum.

Að því loknu fara fram rafrænar kosningar fyrir alla atkvæðisbæra félagsmenn dagana 4.- 8. febrúar
Bendum á að fagfélagar hafa kosningarrétt í félaginu í öllum málum nema þeim sem beinlínis snerta kaup og kjör og mega því kjósa um formann, sjá 3. gr. laga félagsins.

Kynningarbréf frambjóðenda:    Sigurbjörg Hannesdóttir   -    Þóra Leósdóttir

Sendur verður tölvupóstur frá fyrirtækinu Outcome á félagsmenn með atkvæðaseðli.

Það er mikilvægt að netföngin ykkar séu virk hjá okkur. Við höfum sett nýtt félagatal á innri síðuna og væri ágætt ef þið færuð þar inn til að vita hvort við séum ekki örugglega með virkt netfang frá ykkur – og látið okkur vita – eins ef þið viljið frekar nota annað netfang en það sem þar er skráð.

Aðalfundurinn verður svo 8. mars 2019.
Takið daginn endilega frá
Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist fyrir 8.febrúar n.k.

Með góðri kveðju
Ósk Sigurðardóttir, formaður IÞÍ