Fréttir

Fréttir frá Sigurbjörgu

24.1.2019

Kæru félagsmennSigurbjorg-hannesdottir
Nú fara fram kynningar á framboðum til formanns Iðjuþjálfafélags Íslands og rafrænar kosningar fyrir alla atkvæðisbæra félagsmenn fara fram dagana 4.-8.febrúar.

Ég heiti Sigurbjörg Hannesdóttir og hef starfað í stjórn og nefndum IÞÍ síðastliðin 15 ár. Ég var ritari í stjórn frá árinu 2004 og einnig tengiliður í kjaranefnd.
Ég bauð mig aftur síðar í stjórn 2014 sem varamann og varð svo varaformaður 2016.
Þar hef ég unnið náið með stjórn og formanni að stefnumótun félagsins, faglegri þróun, aðstoðað við daglega starfsemi félagsins, átt farsælt samstarf við BHM og aðrar fagstéttir, unnið í erlendu samstarfi, unnið í kjarmálum og fjölmargt fleira.

Ég væri afar þakklát fyrir þinn stuðning! Ef þú ert með spurningar eða vilt ræða við mig um áherslur mínar þá endilega hafðu samband í síma 6916280 eða senda mér póst á sibba32@hotmail.com
Einnig er ég með framboðssíðu þar sem veittar verða upplýsingar en einng verður þetta samtalsvettvangur.     Framboðssíða Sigurbjörg facebook

Það væri frábært ef ég fengi að koma í heimsókn á vinnustað þinn til að kynna mig nánar og fá tækifæri til að hitta ykkur.
Ég hvet alla iðjuþjálfa til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa sinn formann.
Í viðhengi er kynningarbréf og áherslur mínar í framboði IÞÍ 2019-2021 .

Mínar bestu kveðjur
Sigurbjörg Hannesdóttir