Fræðileg ritstjórn

Fræðileg ritstjórn er skipuð af stjórn IÞÍ á aðalfundi félagsins. Í ritstjórninni sitja þrír fulltrúar og tveir til vara. Fræðileg ritstjórn starfar í náinni samvinnu við ritnefnd Iðjuþjálfans og sér um og stýrir ferli við ritrýni greina fyrir blaðið.

Markmið fræðilegrar ritstjórnar er efla iðjuþjálfun sem íslenska fræðigrein. Tilgangurinn með starfi hennar er að auka aðgengi félagsmanna og annarra að íslensku lesefni um iðjuþjálfunarfagið sem byggir á traustum fræðilegum grunni og rannsóknarvinnu.

 Hlutverk og ábyrgð fræðilegrar ritstjórnar:

  • Hvetja félagsmenn til að birta ritrýndar greinar í Iðjuþjálfanum
  • Sjá til þess að viðeigandi skjöl er lúta að ritrýni greina séu aðgengileg á heimasíðu IÞÍ
  • Halda utan um ferli ritrýningar og tryggja að settum gæðaviðmiðum sé fullnægt
Upplýsingar um ferli ritrýni má finna hér

Til baka Senda grein