Aðild

Allir iðjuþjálfar sem hafa lokið námi frá viðurkenndum háskóla og fengið íslenskt starfsleyfi geta sótt um aðild að Iðjuþjálfafélagi Íslands (IÞÍ). Senda þarf skriflega umsókn til skrifstofu félagsins á sigl@bhm.is. Þau sem hafa átt nemendaaðild að félaginu þurfa að sækja um einnig. Ef félagsmenn vilja breyta aðild sinni þá þarf að tilkynna það skriflega einnig.

Aðild að IÞÍ er þrenns konar: 

  • Full aðild: Felur í sér öll réttindi sem fagstéttarfélagið hefur upp á að bjóða samkvæmt lögum þess, þ.e. kjörgengi í stjórn og nefndir, kosninga- og atkvæðisrétt og þátttöku í félags- og fræðslustarfsemi. Félagsgjaldið er 1,3% af heildarlaunum.
  • Fagaðild: Felur sömu réttindi og full aðild að undanskildum þeim er varða kjaramál og gildir um þá félagsmenn sem ekki starfa eftir kjarasamningum IÞÍ. Félagsgjald fyrir fagaðild er kr. 14.000 á ári sem rukkað er í tvennu lagi - vor og haust.
  • Nemendaaðild: Felur í sér málfrelsi og tillögurétt á félags- og fræðslufundum.
    Félagsgjaldið er kr. 2000 sem rukkað er í mars/apríl ár hvert.

Sækja um aðild

Til að sækja um aðild að IÞÍ þarf að fylla út umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan og undirrita það. Verði breytingar á högum félagsmanna til dæmis vegna veikinda, breytinga á starfsvettvangi, eftirlauna eða annars ber félagsmanni að fylla út eyðublaðið „tilkynning um breytingar“ sem er hér hægra megin í valstikunni (undir aðild) og senda á sigl@bhm.is

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

Til baka Senda grein