Aðild
Allir iðjuþjálfar sem hafa lokið námi frá viðurkenndum háskóla og fengið íslenskt starfsleyfi geta sótt um aðild að Iðjuþjálfafélagi Íslands.
Senda þarf skriflega umsókn til skrifstofu félagsins á sigl@bhm.is (sjá umsóknareyðublað hér fyrir neðan). Sækja þarf skriflega um aðild, bæði í upphafi og þegar henni er breytt. Nemar í iðjuþjálfunarfaginu geta fengið sérstaka aðild. Samkvæmt lögum IÞÍ skal tilkynna úrsögn úr félaginu skriflega og tekur hún gildi þegar hún berst enda sé félagi skuldlaus við IÞÍ og mál honum viðkomandi ekki til umfjöllunar hjá siðanefnd félagsins.
Aðild að IÞÍ er þrenns konar:
- Full aðild: Iðjuþjálfar sem greiða stéttarfélagsgjöld til IÞÍ. Aðildin veitir réttindi til þátttöku í fag- og stéttarfélagsmálum. Félagsgjaldið er 1,3% af heildarlaunum.
- Fagaðild: Iðjuþjálfar sem greiða fagfélagsgjöld til IÞÍ og starfa ekki eftir kjarasamningum félagsins. Einnig lífeyrisþegar og þeir heiðursfélagar sem ekki greiða stéttarfélagsgjöld. Aðildin veitir réttindi til þátttöku í öllum málum félagsins öðrum en kjaramálum. Félagsgjald fyrir fagaðild er kr. 14.000 á ári sem rukkað er í tvennu lagi, að vori og hausti.
- Nemendaaðild: Nemendur á 2. og 3. ári í iðjuþjálfunarfræði, nemendur í diplómanámi til starfsréttinda sem iðjuþjálfar og þau sem stunda nám í iðjuþjálfunarfaginu erlendis geta fengið nemendaaðild. Aðildin veitir málfrelsi og tillögurétt á félags- og fræðslufundum.
Til að sækja um aðild að IÞÍ þarf að fylla út umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan og senda það. Verði breytingar á högum félagsfólks til dæmis vegna veikinda, breytinga á starfsvettvangi, eftirlauna eða annars ber viðkomandi að fylla út eyðublaðið „tilkynning um breytingar“ sem er hér hægra megin í valstikunni (undir aðild) og senda á sigl@bhm.is