Starfsemi

Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag

Hlutverk félagsins er að standa vörð um og efla:

  • Iðjuþjálfunarfagið, gæði þess og þróun
  • Faglega hagsmuni, samvinnu og samheldni félagsfólks
  • Réttindi, kjör og starfsaðstæður félagsfólks
  • Iðju, þátttöku, heilsu og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga
  • Þátt iðjuþjálfa í þróun og stefnu velferðarmála
  • Samstarf og tengsl við nema í iðjuþjálfunarfaginu
  • Samstarf og tengsl við önnur fag- og stéttarfélög hér á landi og félög iðjuþjálfa í öðrum löndum

IÞÍ var stofnað í mars 1976 af tíu stofnfélögum en félagsfólk er í dag um 400 talsins. Iðjuþjálfar sem hafa íslenskt starfsleyfi geta sótt um aðild að félaginu, umsókn þarf að vera skrifleg. Nemendur í iðjuþjálfunarfræði geta einnig sótt um nemendaaðild. Ákvæði um aðild má finna í lögum IÞÍ . Innan félagsins er unnið metnaðarfullt starf í takt við hlutverk þess og fjölmargt félagsfólk starfar í stjórnum og nefndum. IÞÍ er aðili að Heimssambandi iðjuþjálfa (WFOT) og Iðjuþjálfanefnd Evrópuþjóða (COTEC) og tekur ennfremur þátt í öflugu samstarfi iðjuþjálfafélaga á Norðurlöndum. IÞÍ er eitt af 28 aðildarfélagum Bandalags háskólamanna (BHM). IÞÍ gefur út fagblaðið Iðjuþjálfann sem finna má í rafrænni útgáfu hér á heimasíðunni. 

Formenn Iðjuþjálfafélags Íslands frá upphafi:

Formenn

Þóra Leósdóttir er formaður félagsins og hún hefur skrifstofuaðstöðu í Borgartúni 27, í Reykjavík ásamt níu öðrum aðildarfélögum BHM. Hægt er að hafa samband við Þóru á netfangið thoraleo@bhm.is,  idjuthjalfafelag@bhm.is eða í síma 895 6310.

IÞÍ rekur þjónustuskrifstofu í samvinnu við þrjú önnur fag- og stéttarfélög innan BHM. Nafn þjónustuskrifstofunnar er SIGL en það eru upphafsstafir þeirra félaga sem standa að rekstri skrifstofunnar: Sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, geislafræðingar og lífeindafræðingar. Framkvæmdastjóri SIGL er Fjóla Jónsdóttir og getur félagsfólk leitað til hennar með spurningar um almenn atriði er lúta að félaginu og kjaramálum. Netfangið er sigl@bhm.is. Upplýsingar um opnunartíma SIGL eru hér.

Til baka Senda grein