Fyrir launagreiðendur

Félagsgjöld til IÞÍ sem dregin eru mánaðarlega af  launum félagsmanna og vinnuveitandi gerir skil á eru nú 1,3% af heildarlaunum frá og með 1. maí 2017.
  
IÞÍ er nr. 676.    

Um iðgjaldaskil fyrir launagreiðendur og verktaka                                  

Desember/orlofsuppbót

Mótframlagið er þannig að vinnuveitandi greiðir:

  • í Orlofssjóð BHM 0.25% af heildarlaunum,
  • í Starfsmenntunarsjóð BHM 0.22% af heildarlaunum.
  • Í Starfsþróunarsetur BHM 0,70% af heildarlaunum
  • Í Sjúkrasjóð BHM 1% - af heildarlaunum - fyrir félagsmenn á almennum markaði.
  • Í Fjölskyldu- og styrktarsjóð 0,75% af heildarlaunum. - fyrir félagsmenn í opinberri þjónustu.  
  • Í Vísindasjóð IÞÍ 1,5% af föstum dagvinnulaunum - Á við um sveitarfélögin og er valkvætt á almennum markaði.

Starfsendurhæfingarsjóður (VIRK):

Framlag í Starfsendurhæfingarsjóð er nú frá og með 1. janúar 2016 0,1% (var áður 0,13%) Það fylgir lífeyrissjóði og innheimtist af honum.

Ath.: Aðeins er greitt annaðhvort í Fjölskyldu- og styrktarsjóð eða í Sjúkrasjóð - aldrei í báða sjóðina fyrir sama félagsmann.

Skilagreinar með nákvæma sundurliðun gjalda og fullnaðarupplýsingum um viðkomandi launþega þurfa að berast til Bókunar- og innheimtumiðstöðvar Bandalags háskólamanna og í framhaldi stofnast krafa í netbanka í samræmi við heildarupphæð skilagreinar.
Senda má rafrænt með XML í gegnum síðuna www.skilagrein.is eða SAL færslu með tölvupósti á netfangið skilagreinar@bhm.is hinsvegar. Ekki þarf að setja inn lykilorð þó beðið sé um það í sumum kerfum.

Upplýsingar fyrir launagreiðendur á vef BHM

Hér má finna upplýsingar um rafrænt skilagreinaform á síðu BHM.

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti:

Bandalag háskólamanna
Borgartúni 6, v/BIB
105 Reykjavík
Netfang fyrir skilagreinar: skilagreinar@bhm.is  

Bankaupplýsingar: 0515-26-550000 - kt. 630387-2569


Til baka Senda grein