Skólatöskur

Ráðleggingar iðjuþjálfa varðandi líkamsstöðu og skólatöskur

Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna.

Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Þrátt fyrir að í bæklingnum sé lögð áhersla á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. 

Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið.

Skolataska_fb-og-vefur_1660043940385

Bæklingur um skólatöskur 2022

Til baka Senda grein