Hrafnista við Laugarás

15.01.2020

Iðjuþjálfi - Hrafnista við Laugarás


Hrafnista_1610709475599Hrafnista við Laugarás óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 80-100% stöðu. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Starfið er fjölbreytilegt og krefst sjálfstæðra vinnubragða, lausnamiðaðrar hugsunar, frumleika og góðrar samskiptahæfni. 

Einnig óskum við eftir iðjuþjálfa í afleysingar til 1. nóvember.

Ábyrgðarsvið og helstu verkefni:
• Iðjuþjálfun með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa
• Endurhæfing og mat
• Ráðgjöf og fræðsla til íbúa og aðstandenda
• Teymisvinna á deild

Hæfniskröfur:
• Löggilt starfsleyfi iðjuþjálfa
• Góðir samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæði

Á Hrafnistu er boðið upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starfsvettvang í stöðugri þróun.

Nánari upplýsingar hjá Ingu Guðrúnu Sveinsdóttur deildarstjóra iðjuþjálfunar í síma 693-9519

Til baka Senda grein