Faghópur um Iðjuþjálfun barna
Undanfarin ár hafa iðjuþjálfar sem vinna með börnum og ungmennum starfrækt faghóp um iðjuþjálfun barna. Faghópurinn hefur verið starfandi um árabil og fundir eru haldnir reglulega. Markmiðin með starfseminni eru helst þau að miðla þekkingu um barnaiðjuþjálfun innan hópsins sem utan og að stuðla að lifandi umræðu um áherslur í þjónustu iðjuþjálfa við börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Meðal annars hefur verið unnið að því að setja saman, þýða og efla notkun matstækja. Sú vinna hefur bæði farið fram í tengslum við störf og nám iðjuþjálfa og iðjuþjálfanema við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfar innan faghópsins hafa gegnum tíðina sótt sér og miðlað þekkingu hér á landi sem og erlendis. Faghópurinn hefur tekið þátt í að skipuleggja námskeið með kunnum erlendum iðjuþjálfum á borð við Anitu Bundy, Helen Polatajko, Wendy Coster og Winnie Dunn svo eitthvað sé nefnt.
Fundir faghópsins, sem ýmist eru haldnir í hádegi eða að kvöldi, eru opnir öllum iðjuþjálfum og iðjuþjálfanemum sem áhuga hafa á þessu sérsviði innan fagsins. Í dag telur hópurinn um 30 skráða meðlimi. Þar af eru tveir sem skipa framkvæmdanefnd, en í hennar hlut fellur að halda utan um fundarboðun og fundargerðir auk annars skipulags sem til fellur.
Innan faghópsins er einnig starfandi Norðurlandsdeild, en iðjuþjálfum sem sinna þjónustu við börn og ungmenni norðan heiða hefur fjölgað til muna með tilkomu námsbrautar í iðjuþjálfun.
Framkvæmdastýrur faghópsins eru þær Fanney Ída Júlíusdóttir og Jónína Sigurðardóttir sem starfa á Æfingastöðinni. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í faghópinn eða vilja fræðast nánar um starfsemina er bent á að hafa samband við þær í gegnum tölvpóst.
Faghópurinn er á facebook og iðjuþjálfar sem starfa með börnum og unglingum geta fengið aðgang að honum hér