Fréttir

Mesti hagnaður á öldinni - 17.1.2023

Samkvæmt mati BHM jókst samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um 60% á árunum 2018-2022 á sama tíma og verðlag hækkaði um 20%. Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. 

Lesa meira

Jólakveðja - 22.12.2022

IThI_jolakvedja_2022Við sendum hlýjar jóla- og nýárskveðjur til félagsfólks og fjölskyldna þeirra.

Kallað eftir framboðum til embættis formanns IÞÍ - 16.12.2022

Kæra félagsfólk í IÞÍ

Ég vil byrja á því að þakka fyrir samstarfið á liðnum árum!

Nú er annað kjörtímabil mitt sem formanns senn á enda. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir það traust, stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt mér. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi starfa ef félagsfólk óskar þess. Mér finnst ég bara rétt að byrja.

Lesa meira

Desemberuppbót - 25.11.2022

Þann 1. desember skal greiða desemberuppbót til launafólks og miðast upphæðin við 100% starfshlutfall. Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamnings

Lesa meira