Fréttir
Málþing IÞÍ 27 október
Samstaða og samfélag
Líkt og hefð er fyrir standa fræðslunefnd og stjórn IÞÍ fyrir málþingi í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar þann 27 október næstkomandi frá kl. 15-17
Nú er kallað eftir ágripum sem ríma við yfirskriftina í ár: „Samstaða og samfélag“ (e. unity through community). Iðjuþjálfar eru hvattir til að senda inn lýsingu á verkefnum eða nýjungum af vettvangi.
Tímafrestur er 9 október og mun fræðslunefnd vinna úr innsendum ágripum fljótt og vel. Dagskrá verður birt um leið og hún liggur fyrir.
Ágrip skulu send á netfangið idjuthjalfafelag@bhm.is merkt ágrip 2023.
Bestu kveðjur frá fræðslunefnd IÞÍ