Sjóðir og styrkir

Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM). Á vegum BHM eða í tengslum við BHM, eru starfandi nokkrir sjóðir sem félagar í IÞÍ geta sótt í.

Sá elsti og stærsti er Orlofssjóður BHM, sem hefur það markmið að auðvelda sjóðfélögum að njóta orlofs. Sjóðurinn á yfir 40 húseignir víða um land, þar af yfir 30 í heilsársnotkun. Flestir háskólamenntaðir starfsmenn hins opinbera eiga aðild að Orlofssjóði BHM.
Hér má komast beint inn á bókunarvef Orlofssjóðs.

Sjúkrasjóður BHM - er aðeins opinn félagsmönnum aðildarfélaga sem starfa á almennum vinnumarkaði. Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagsaðstoð í nánar tilteknum tilvikum, styðja við endurhæfingu og forvörnum, sbr. nánar úthlutunarreglum.

Styrktarsjóður BHM - er fyrir starfsmenn ríkisins, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana. Markmið sjóðsins er að styrkja sjóðfélaga með fé og koma þannig til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna. Einnig er markmiðið að bæta útgjöld vegna ýmiss konar heilbrigðisþjónustu og óvæntra áfalla sjóðfélaga.

Starfsmenntunarsjóður BHM var stofnaður með samkomulagi BHM og ríksins 5. september 1980. Flestir háskólamenn sem starfa hjá hinu opinbera eiga aðild að STRIB.

Starfsþróunarsetur háskólamanna hefur það markmið að stuðla að framgangi félagsmanna aðildarfélaga BHM og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. 

Smellið hér til að sækja um styrk frá Sjúkrasjóði, Styrktarsjóði, Starfsmenntunarsjóði og Starfsþróunarsetri.

Aðrir sjóðir

Vinnudeilusjóður BHM hefur sérstaka reglugerð og sjálfstæða 3ja manna stjórn. Vinnudeilusjóður BHM er fyrst og fremst styrktarsjóður fyrir vinnudeilusjóði einstakra aðildarfélaga BHM og tekur á móti framlögum í því skyni. Hlutverk hans er einnig að styrkja önnur launþegasamtök og stéttarfélög í kjarabaráttu þeirra.

Til baka Senda grein