Sjóðir og styrkir
Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM). Á vegum BHM eða í tengslum við BHM, eru starfandi nokkrir sjóðir sem félagar í IÞÍ geta sótt í.
Orlofssjóður BHM - hefur það markmið að auðvelda sjóðsfélögum að njóta orlofs.
Sjúkrasjóður BHM - er aðeins opinn félagsfólki aðildarfélaga sem starfar á almennum vinnumarkaði. Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagsaðstoð samkvæmt reglum sjóðsins.
Styrktarsjóður BHM - er fyrir starfsfólk á opinberum vinnumarkaði, það er ríki, sveitarfélög og tilteknar sjálfseignarstofnanir. Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagsaðstoð samkvæmt reglum sjóðsins.
Starfsmenntunarsjóður BHM var stofnaður með samkomulagi BHM og ríksins 5. september 1980. Flestir háskólamenn sem starfa hjá hinu opinbera eiga aðild að STRIB.
Starfsþróunarsetur háskólamanna hefur það markmið að stuðla að framgangi félagsmanna aðildarfélaga BHM og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun.
Aðrir sjóðir
Vinnudeilusjóður BHM hefur sérstaka reglugerð og sjálfstæða 3ja manna stjórn. Vinnudeilusjóður BHM er fyrst og fremst styrktarsjóður fyrir vinnudeilusjóði einstakra aðildarfélaga BHM og tekur á móti framlögum í því skyni. Hlutverk hans er einnig að styrkja önnur launþegasamtök og stéttarfélög í kjarabaráttu þeirra.