Starfsemi

Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) er fag- og stéttarfélag iðjuþjálfa

Markmið og meginviðfangsefni félagsins

  • Að gæta hagsmuna iðjuþjálfa og efla samvinnu og samheldni innan stéttarinnar
  • Að efla þróun og standa vörð um gæði iðjuþjálfunar á Íslandi
  • Að stuðla að bættri menntun og aukinn faglegri vitund iðjuþjálfa
  • Að efla samstarf við iðjuþjálfa erlendis og tengsl við hliðstæða starfshópa innanlands sem utan
  • Að kynna menntun og starf iðjuþjálfa
  • Að vinna að heilbrigði landsmanna

IÞÍ var stofnað í mars 1976 og voru félagar þá tíu talsins en eru í dag um 350. Innan félagsins er unnið metnaðarfullt starf til þess að ná ofangreindum markmiðum og fjölmargir félagsmenn starfa í stjórnum og nefndum. Iðjuþjálfafélag Íslands er aðili að Heimssambandi iðjuþjálfa (WFOT) og Iðjuþjálfanefnd Evrópuþjóða (COTEC) og tekur ennfremur þátt í öflugu samstarfi norrænu iðjuþjálfafélaganna. IÞÍ er aðili að Bandalagi háskólamanna (BHM). IÞÍ gefur út fagblaðið Iðjuþjálfann sem er innifalið í félagsgjöldum.

IÞÍ rekur þjónustuskrifstofu í samvinnu við þrjú önnur fag- og stéttarfélög í húsnæði BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík. Nafn þjónustuskrifstofunnar er SIGL en það eru upphafsstafir þeirra félaga sem standa að rekstri skrifstofunnar: sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, geislafræðingar og lífeindafræðingar. Framkvæmdastjóri SIGL er Fjóla Jónsdóttir. Heimasíðan er www.sigl.is og facebook síðu má finna hér

Til baka Senda grein