Ritnefnd

Tímaritið Iðjuþjálfinn er málgagn félagsmanna í Iðjuþjálfafélagi Íslands og er gefið út einu sinni á ári. Markmið blaðsins er að birta efni sem hefur faglegt gildi, upplýsingagildi og eykur þekkingu almennings á iðjuþjálfun. Helstu markhópar blaðsins eru iðjuþjálfar, iðjuþjálfanemar og fagmenn annarra stétta. Iðjuþjálfafélag Íslands og starfandi ritnefnd hverju sinni leggur metnað sinn í að allir félagsmenn þess finni þar efni sér til gagns, fróðleiks og ánægju. 

Ritnefnd er samkvæmt lögum ÍÞÍ ein af föstum nefndum félagsins. Kosið er í ritnefnd á aðalfundi og eru fulltrúar kosnir til a.m.k. tveggja ára í senn. Í nefndinni sitja a.m.k. 5 fulltrúar sem skipta með sér störfum. Í upphafi hvers tímabils skal ákvarða einn tengilið við stjórn félagsins. 

Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og almennrar umfjöllunar um iðjuþjálfun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um ýmis svið innan iðjuþjálfunar. Greinar flokkast í fræðigreinar og fræðslugreinar.

Fræðigreinar eru rannsóknagreinar, yfirlitsgreinar og kenningagreinar, þ.e. greinar sem á ítarlegan hátt fjalla um þróun þekkingar í iðjuþjálfun hvort heldur sem er iðjuþjálfastarfið, rannsóknir innan iðjuþjálfunar, kennslu í iðjuþjálfun eða stefnumótun í iðjuþjálfun- og heilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á beitingu margvíslegra rannsóknaraðferða, fjölbreytileika í fræðilegri nálgun viðfangsefna og vönduð vinnubrögð. Fræðigreinar eru ritrýndar og stýrir Fræðileg ritstjórn IÞÍ því ferli.

Fræðslugreinar fjalla um margvísleg viðfangsefni innan iðjuþjálfunar og byggjast að einhverju leyti á fræðilegum heimildum ásamt athugunum eða reynslu höfunda. Þar skiptir miklu frumleiki í umfjöllun og efnistökum, menningarlegur margbreytileiki í iðjuþjálfun og þróun iðjuþjálfunar. Í blaðinu er einnig að finna viðtöl við fólk um iðjuþjálfun frá ýmsum sjónarhornum og aðrar faglegar upplýsingar sem eiga erindi til félagsmanna IÞÍ og annara.
Handrit skal senda á tölvutæku formi (Word) til ritnefndar blaðsins á netfangið ritnefnd.ii@bhm.is  
nánar um frágang má sjá hér: fragangur_greina.doc

Starfandi ritnefnd: Sjá stjórn og nefndir

Til baka Senda grein