Fréttir

SJOT verður ókeypis!

Samnorræna fræðiritið SJOT fer í opinn aðgang

7.3.2023

Á miðvikudaginn 15. mars næstkomandi fer SJOT (Scandinavina Journal of Occupational Therapy) í opinn aðgang hjá útgáfufyrirtækinu Taylor & Francis. Þannig verða allar greinar aðgengilegar á netinu og það kostar ekkert að lesa þær!

Á síðasta ári var tilkynnt að þetta stæði til en þá var óvissa um tímasetninguna og nú liggur hún fyrir. Þetta þýðir að allir iðjuþjálfar og önnur áhugasöm geta nálgast ritrýndar greinar án áskriftargjalds. 

Þetta er það sem stjórn SJOT og við í norrænu samstarfi formanna höfum stefnt að lengi því við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að efla gagnreynda þekkingu innan iðjuþjálfunarfagsins á heimsvísu. Það skiptir líka gríðarlega miklu máli að gera rannsóknir aðgengilegar, ekki bara fyrir iðjuþjálfa heldur líka annað fagfólk og almenning - segir Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. 

Scandinavian Journal of Occupational Therapy (SJOT):

  • Var stofnað 1994. Ári áður höfðu Norrænu iðjuþjálfasamtökin lagt grunn að stofnun SJOT sjóðsins þar sem tilgangurinn var að efla vísindarannsóknir innan iðjuþjálfunar
  • Kemur út átta sinnum á ári
  • Hefur um langt skeið verið eitt af topp 5 fræðirtitum á heimsvísu hvað varðar Impact Factor
  • Norrænu iðjuþjálfafélögin eiga og gefa SJOT út í sameiningu, lesa meira hér (á dönsku)