Fréttir
Iðjuþjálfun fyrir öll
Málþing í tilefni alþjóðlegs dags iðjuþjálfunar 2024
Þann 30. október næstkomandi stendur fræðslunefnd IÞÍ fyrir málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar. Deginum er fagnað á heimsvísu og yfirskrift hans að þessu sinni er „Iðjuþjálfun fyrir öll.“
Fræðslunefnd IÞÍ kallar eftir erindum og ágripum frá félagsfólki. Nefndin hvetur iðjuþjálfa til að nýta tækifærið til að kynna rannsókni, verkefni, störf eða nýjungar á vettvangi.
Hægt er að senda ágrip eða lýsingu á efni og titil á fyrirlestri á netfangið idjuthjalfafelag@ii.is merkt ágrip 2024 fyrir 14 október næstkomandi.
Málþingið verður blanda af staðfundi og fjarfundi, nánar auglýst síðar.
Kær kveðja
Fræðslunefnd og stjórn IÞÍ