Fréttir

Kristjana Fenger er fallin frá

13.11.2023

Kristjana Fenger iðjuþjálfi og lektor við Háskólann á Akureyri lést þann 11. nóvember síðastliðinn. Við sendum fjölskyldu hennar og vinum hlýjar samúðarkveðjur. Stórt skarð er nú hoggið í hóp iðjuþjálfa á Íslandi. Við minnumst Kristjönu með þakklæti í huga, hún var öflugur iðjuþjálfi sem lagði gríðarlega mikið af mörkum til iðjuþjálfunarfagsins hér á landi. Kristjana var útnefnd heiðursfélagi Iðjuþjálfafélags Íslands á síðasta aðalfundi félagsins í mars 2023.

Fyrir hönd stjórnar IÞÍ
Þóra Leósdóttir, formaður