Fréttir
Alls 18 útskrifast úr HA
Flottur hópur kandídata lauk starfsréttindanámi í iðjuþjálfun 2024
Það var fríður flokkur sem bættist í hóp iðjuþjálfa á Íslandi þann 14 júní síðastliðinn. Háskólahátíð var haldin við Háskólann á Akureyri um miðjan júní. Alls 18 nemar útskrifuðust úr starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. IÞÍ bauð til móttöku af þessu tilefni. Einn iðjuþjálfi útskrifaðist með MSc gráðu úr heilbrigðisvísindum. Við bjóðum hópinn velkominn í IÞÍ og hlökkum til samstarfsins í framtíðinni.
Á facebook síður félagsins má sjá fleiri myndir úr athöfninni https://www.facebook.com/idjuthjalfafelag