Fréttir

IÞÍ semur við ríkið

19.12.2024

Í hádeginu í dag var undirritaður nýr kjarasamningur Iðjuþjálfafélags Íslands og ríkisins. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila. Samkomulagið gildir frá 1. apríl 2024 - 31. mars 2028. 

Kynning fyrir félagsfólk fer fram á TEAMS á morgun 20. desember kl. 12:00 - 13:00 og atkvæðagreiðsla hefst í kjöfarið. Iðjuþjálfar á kjörskrá eru alls 88 og ættu öll að hafa fengið fundarboð. Við vekjum þó athygli á því að gmail netföng geta lent í veseni ef þú notar slíkt og hefur ekki fengið fundarboð hafðu þá samband strax á thoraleo@ii.is

Fyrir hönd samninganefndar IÞÍ
Þóra Leódóttir, formaður