Fréttir

Umsögn BHM um fjármálaáætlun 2023-2027

16.5.2022

Almenningur ber uppi þúsund milljarða skuld og verðbólgu BHM leggur til að stjórnvöld hækki skatta á eignir og fjármagnstekjur og dragi lækkun bankaskatts til baka! Þetta eru megin skilaboðin í umsögn BHM um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2023-2027. 

Stjórnvöld standa nú frammi fyrir tveimur stórum verkefnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru. Annars vegar þarf að koma opinberum fjármálum á réttan kjöl og hins vegar þarf að takast á við mikla verðbólgu sem kemur í kjölfar framleiðsluspennu, lækkunar vaxta, aukins peningamagns og stríðsins í Úkraínu.

Að mati BHM er nauðsynlegt að stjórnvöld hækki skatta á fjármagnstekjur og eignir til að vinna gegn undirliggjandi og uppsöfnuðum afkomuhalla og áhrifum verðbólgunnar á heimili landsins. Aukin skattheimta í þá veru gæti jafnframt stutt við markmið peningastefnu um að koma böndum á verðbólguna eftir mikla aukningu peningamagns í umferð á tíma heimsfaraldurs.

Fréttina í heild sinni má finna hér