Fréttir
Sjónaukinn 2022
Hin magnaða ráðstefna Sjónaukinn fer fram dagana 19 og 20 maí næstkomandi. Hægt er að taka þátt gegnum ZOOM eða mæta í Háskólann á Akureyri og dagskráin er smekkfull af spennandi efni. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Áskoranir framtíðarinnar - velferðarþjónusta í nærumhverfi.
Meðal lykilfyrirlesara er Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi en hún mun fjalla um Endurhæfingu í heimahúsi - þjónustu iðjuþjálfa. Margir fleiri iðjuþjálfar verða með erindi á þessari árlegu ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs HA.
Það er ekkert þátttökugjald á ráðstefnuna en nauðsynlegt að skrá sig. Allar nánari upplýsingar á hlekk: https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/sjonaukinn-2022