Fréttir

Samvinna eftir skilnað (SES)- kynning og námskeið

Stafrænn vettvangur

2.8.2023

Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna (SES) er gagnreynt námsefni að danskri fyrirmynd, sem er þróað af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla og hjálpar foreldrum að takast á við breytingar og áskoranir í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita með hagsmuni barna að leiðarljósi. Markmið SES er að foreldrar fái verkfæri til að hjálpa sér og börnum sínum á sem jákvæðastan hátt í gegnum skilnaðinn og jafnframt að draga úr ágreiningi milli foreldra – bæði sín og barnanna vegna.

Um er að ræða stafræna vettvanginn www.samvinnaeftirskilnad.is sem er aðgengilegur öllum foreldrum og fagfólki á Íslandi og er innleiddur í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið. 

Félagsfólk IÞÍ getur skráð sig á ókeypis rafræna kynningu á SES, þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi  á milli 10.00 - 11.00. Hægt er að skrá sig inn á þessum hlekk https://samvinnaeftirskilnad.is/adgangur-fyrir-fagfolk/ eða í gegnum netfangið linda@samvinnaeftirskilnad.is 

Fjallað verður um hugmyndafræðina, rannsóknirnar og innihald vefsins. Einnig eru í boði námskeið í tveimur lotum 28-29 september annars vegar og 3 nóvembar hins vegar, frá kl. 09-16. Skráning á linda@samvinnaeftirskilnad.is.

Við hvetjum iðjuþjálfa sem starfa með börnum og ungmennum til að kynna sér þetta efni!