Fréttir

Samið við Sambandið

5.12.2024

Samkomulag Iðjuþjálfafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritað í gær, 4. desember 2024, með fyrirvara um samþykki félagsfólks.

Samkomulagið felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til fjögurra ára og byggir á þeim hækkunum sem samið var um á almennum markaði í byrjun árs auk þess sem 36 stunda vinnuvika er fest í sessi.

Gildistími er frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og er því með afturvirkni. Félagsfólk IÞÍ starfandi hjá sveitarfélögum fær kynningu á samningnum í dag fimmtudag kl. 15:00 og að henni lokinni hefst atkvæðagreiðsla sem stendur til kl. 12:00 á mánudaginn 9. desember.

Alls 70 iðjuþjálfar starfa hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur.

Kveðja frá samninganefnd IÞÍ