Fréttir

Sækist eftir endurkjöri

11.2.2025

Þóra Leósdóttir gefur kost á sér áfram sem formaður Iðjuþjálfafélags Íslands (IÞÍ). Aðalfundur félagsins verður haldinn í háskólanum á Akureyri þann 27. mars næstkomandi og kjörnefnd hefur nú þegar auglýst eftir framboðum í laus sæti til trúnaðarstarfa. Framboðsfrestur rennur út þremur vikum fyrir aðalfundinn eða þann 6. mars. Þóra hefur verið formaður félagsins síðan 2019. Að sögn Þóru eru ýmis stór verkefni framundan bæði hvað varðar kjaramálin og faglegt starf. 

„Kjarasamningar voru gerðir við opinbera launagreiðendur nýlega sem gilda til 2028 og brýnt er að nýta samningstímann vel til að fylgja eftir þeim áætlunum sem samið var um. Iðjuþjálfar búi enn við lakari launasetningu en ýmsir aðrir háskólamenntaðir sérfræðingar og eru meginástæður þess kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður. Faglega er stór áfangi framundan en félagið á 50 ára afmæli í mars 2026. Að sjálfsögðu stendur til að fagna því með ógleymanlegum hætti“ - segir Þóra