Fréttir
Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur
Nýtt samkomulag IÞÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykkt í atkvæðagreiðslu. Samkomulagið er framlenging á fyrri kjarasamningi og gildir frá 1. apríl 2024 - 31. mars 2028.
Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 5. desember kl. 16:00 til 9. desember kl. 12:00. Á kjörskrá voru 70, eða þeir iðjuþjálfar sem fengið höfðu laun samkvæmt kjarasamningi IÞÍ við sambandið og eru með fulla aðild að félaginu (stéttarfélagsaðild).
Alls tóku 61,43% þátt í atkvæðagreiðslunni. Já, ég samþykki sögðu 69,77%, nei, ég samþykki ekki sögðu 30,23% félagsfólks.
Kjarasamninginn má finna hér